Description
Allt skart í þessari fallegu skartgripalínu er úr læknastáli, en er húðað með harðgyllingu sem býður upp á margfalt meiri endingu og léttari umhirðu. Þá tryggir gyllingin hámarksvörn fyrir ofnæmi og tryggir mun meiri líftíma skarthúðar, fegurri gljáa og fallegri áferð.
Anna Silfa hönnuður sækir innblástur sinn í arfleið íslenskrar þjóðar með áherslu á skart liðinna alda auk tengingar við norræna goðaheima við hönnun sína á þessari skartgripalínu.
Leitast hún við að viðhalda þeim formum og stíl sem einkenndi fagurfræði þjóðar hér áður fyrr. Þá er leitast við að viðhalda þeim hefðum í samsetningu og útfærslum sem áður voru ríkjandi en á sama tíma að aðlaga þær og færa nær í nútíma.
Sú nýja skartgripalína sem nú birtist er byggð á algengu munstri Stokkabelta að parastokkum meðtöldum. Stokkarnir voru með kornsettu víravirki og betur þekktir sem víravirki í þjóðlegu skarti fyrir upphlut búning íslenskra kvenna og peysufata hér áður.