Description

Á þessu námskeiði aðstoðum við fólk við að prjóna peysu, annars vegar er um að ræða einfalda, einlita barnapeysu sem prjónuð er ofanfrá, úr Drops Air (eða sambærilegu garni) eða hins vegar peysuna Afmæli sem er hefðbundin lopapeysa, prjónuð úr léttlopa eða sambærilegu garni.

Þriggja kvölda námskeið, byrjar 28. sept. og er 5 og 12. október. 19 til 22 öll kvöldin.

Ath. að gefinn er afsláttur af flestum vörum til þátttakenda meðan á námskeiðinu stendur.

Tveir leiðbeinendur, Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Gréta María Víkingsdóttir Canada.