Description

Á þessu námskeiði verður tekið fyrir ungbarnateppi með einföldu munstri.

En við ætlum að hafa það með snúrujöðrum (I-cord), það er uppfiti, jöðrum og affellingu.

Með þessum jöðrum þá rúllast mikið síður uppá kantana, svo eru þeir svo fallegir.

Garn og prjónar til sölu á staðnum. Drops merino extra fine er til dæmis tilvalið.

Dagsetning 2.nóvember klukkan 19 til 22.

Ath. að gefinn er afsláttur af flestum vörum til þátttakenda meðan á námskeiðinu stendur.

Þetta teppi er bara sýnishorn af því sem hægt er að gera, en ath. er ekki með snúrujöðrum.