Skilmálar

  1. Skilmálar

Þessir skilmálar gilda um sölu á vöru og þjónustu og eru staðfestir með kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin.

         Dalamenn ehf. / Sigurbjörg

         Þverholti 5, 270 Mosfellsbæ

         Kt: 460808-0220  VSK nr : 98773

         sigurbjorg@sigurbjorg.net

         S: 888-1250

 

  1. Afhendingartími

Afhendingartími er 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Vörur eru að jafnaði póstlagðar næsta virka dag og sendar með B-pósti hjá Íslandspósti.

  1. Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Hægt er að fá sendingu á næsta pósthús eða heimsendingu upp að dyrum. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að rétt heimilisfang sé skráð á pöntun. Einnig er hægt er að sækja vörurnar á Þverholt 5, 270 Mosfellsbæ.

  1. Greiðslur
    Hægt er að greiða greiðslukorti í gegnum greiðslusíðu Rapyd.

 

  1. Verð
    Sigurbjörg áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp sökum prentvillna. Öll verð í verslun eru birt með virðisaukaskatti en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Við látum viðskiptavini vita ef vara er ekki til á lager og endurgreiðum vöruna.

 

 

  1. Vöruskil
    Ef vara uppfyllir ekki væntingar kaupanda er hægt er að skila henni innan mánaðar frá pöntun. Þegar vöru er skilað skal hún vera ónotuð, í upphaflegum umbúðum og kvittun þarf að fylgja. Kaupandi getur óskað eftir inneignarnótu vilji hann ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru.

 

  1. Lög og varnarþing
    Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.