Um okkur.
Verslunin Sigurbjörg var opnuð þann 1. júlí 2022. Eigendur eru hjónin Sigurbjörg og Pétur.
Ég, Sigurbjörg hef haft áhuga á handavinnu frá því ég var uppúr tvítugu. Ég hef keypt mér ógrynni af garni í gegnum tíðina og grínast stundum með að ég hafi útvíkkað áhugamál mitt með því að opna garn/handavinnubúð. Við reynum að fylla verslunina af varningi sem viðskiptavinir okkar spurja um og leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu í hvívetna.
Þegar kom að nafngiftinni þá tóku eiginmaður minn og allir synirnir ekki annað í mál en að ég léti búðina heita Sigurbjörgu og ég lét það eftir þeim, enda alveg hreint ágætt nafn :)